Safna saman lista yfiir ókláruðu göngustígana og klára þá

Safna saman lista yfiir ókláruðu göngustígana og klára þá

Safna saman lista yfiir ókláruðu göngustígana og klára þá

Points

Þetta flokkast nú varla undir stórframkvæmdir heldur margar litlar sem skipta oft stóru máli í tilraunum fólks að ferðast um göngustígana okkar. Ég er nýbúin að tileinka mér hjólalífstíl og hef þá tekið enn betur eftir því hversu óþægileg það er að koma að svona leiðarlokum sem í mínu tilviki er ekki nema ca 5 m af torfæru á milli göngustíga.

Má ekki setja upp glugga á "open street map" þar sem allir sem vilja geta bent á hvar vantar göngustíga, hvað þarf að klára eða hvar þarf að tengja þá saman?

Já án efa :) Í fljótu man ég eftir 3 stígum hérna í Engjahverfi. 1. Þar sem göngustígurinn fyrir framan Reyrengi 7 mætir göngustígnum sem nær frá Fróðengi og niður að Egilshöll ca 5m 2. Þar sem göngustígurinn frá Engjaborg mætir göngustígnum sem nær frá Starengi og yfir að Borgarvegi, ca 5m 3. Göngustígurinn sem nær frá Starengi og í gegnum Reyrengi og Laufengi og endar við Borgarveg er ómalbikaður frá Reyrengi 22 og að Borgarvegi en það eru ca 350m.

Það er göngustígur sem liggur frá Logafoldshverfinu og upp að Stórhöfða en hann er ca 430m en einungis 230m eru malbikaðir.

Göngustígar

FHS kemur með góða hugmynd um að nota vefinn Borgarlandið. Ég við að því tilefni hvetja þá áfram sem hafa áhuga á að sjá reið hjóla og göngustíga sem alvöru netkerfi fyrir samgöngur í Reykjavík. Ef vefurinn Borgarlandið mun skila af sér góðri skýrslu í samvinnu við félög á þessum vetvangi, þá er ég tilbúinn að leggja þau atriði sem ég veit um þar inn.

Gleymdi auðveldustu leiðinni, á Reykjavík.is er aðgerð sem heitir Borgarlandið. Þar er hægt að setja inn svona "smámál" - lausar gangstéttarhellur, óvirkar ljósaperur og þess háttar. Þarna væri kjörið að setja ábendingar um þessa stíga.

Þetta hefur trúlega gleymst í einhverri skúffunni. Við getum hjálpað með því að setja hér inn uppkst af lista yfir hvaða göngustíga/hjólabrautir þarf að laga.

Hvernig væri að bjóða BS/MS nema ca mánaðarlaun eða þrjú við að gera þetta verkefni. t.d. nema í landfræði eða umhverfisfræði. Neminn mynd þá finna verkefnin og forgangsraða þeim eftir einhverjum hætti. Þarf ekki annars að forgangsraða þessum verkefnum?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information