Andlitslyfting á tengingu, milli Fossvogsdals og Elliðaárdals

Andlitslyfting á tengingu, milli Fossvogsdals og Elliðaárdals

Lækur, sem rennur úr Fossvogsdal og niður í Elliðaár, tengir tvö af vinsælustu útivistarsvæðum borgarinnar. Lækurinn og umhverfi hans eru illa hirt, en með hreinsun og smá lagfæringum mætti tengja saman í eina útivistarperlu alla göngu- og hjólaleiðina frá Elliðavatni og niður í Öskjuhlíð.

Points

Í núverandi mynd er svæðið meðfram læknum frekar óaðlaðandi berangur og lækurinn ekkert augnayndi. Ef svæðið væri gert aðlaðandi t.d. með runnagróðri, bekkjum og göngustíg, þá fyndist gangandi og hjólandi fólki ekki lengur að það væri að yfirgefa eitt útivistarsvæði og ganga/hjóla yfir á annað. Svæðin myndu renna saman í eitt samfellt útivistarsvæði, sem eflaust veitti meiri ánægju en núverandi tvö aðskildu svæði gera til samans í núverandi mynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information