Lægri fasteignagjöld á þá íbúa sem flokka sorp!

Lægri fasteignagjöld á þá íbúa sem flokka sorp!

Lægri fasteignagjöld á þá íbúa sem flokka sorp!

Points

Ekki töff að setja þetta svona upp Smári!

Inntakið í hugmyndinni er í grunninn gott, en ég er ekki viss um að útfærslan "að lækka fasteignagjöld" sé góð. Einfaldara væri að t.d. bjóða endurvinnslutunnur sem kosta minna—eða að fjölga hverfisgámum fyrir endurvinnanlegan úrgang, þannig að auðveldara sé fyrir íbúa að kaupa tunnur sem eru tæmdar sjaldnar og kosta minna.

Vert að athuga að þetta hefur engin áhrif á þá sem eru í leiguíbúðum. Kannski eru til önnur og betri úrræði? Ein sem mér dettur til hugar er að græna tunnan verði gerð ódýrari eða frí.

Endurnýtum!

Á svona erfiðum tímum þarf smá hvata. Nú er fólk að borga ákveðna upphæð fyrir fjölda tunna. Með því að bjóða upp á græna leið sem verður þá ódýra og góða leiðin fáum við e.t.v. fólk fyrr af stað!

http://betrireykjavik.is/priorities/108-okeypis-graenar-endurvinnslutunnur-i-oll-hus-i-reykjavik -- skoðið og styðjið þetta frekar.

Koma svo!

Já nákvæmlega Smári af hverju er hún ekki frí ... það er hvati í því!

Nú þurfa þeir sem flokka úrgang til endurnýtingar að greiað aukakostnað eða hafa sjálfir fyrir því að koma flokkuðum úrgangi á endurvinnslustöðvar. Því ætti sorpeyðingargjald að vera mun lægra hjá þeim sem flokka. Það kostar borgina minna að losna við flokkað sorp en óflokkað.

Við göngum hratt á auðlindir jarðar. Þá er sjálfsögð krafa að við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta. Auk þess kallar þetta á sparnað til lengri tíma litið.

Auka pappírstunna kostar peninga og það er ástæðan fyrir því að við erum ekki með eina slíka. Það væri heilmikil búbót og miklu auðveldara að flokka ef flokkunar-og moltutunnur væru ókeypis fyrir þá sem þær vildu. Að sama skapi væri ljúft að þurfa ekki að fara 500m leið til þess að henda plasti og pappír í rétta tunnu. Þessi mál eru bara í ólestri hjá borginni.

Stykkishólmsbær er fremstur meðal jafningja í flokkun sorps og notar moltu til að búa til lífrænan úrgang frá öllum heimilum í sveitafélaginu. Ísl. gámafélagið sér um framkvæmd verkefnisins og fræðslu til bæjarbúa. Hvert heimili hefur til ráðstöfunar þrjár tunnur. Til viðbótar við gráu tunnuna sem fyrir er, notar hvert heimili Grænu tunnuna sem ætluð er fyrir endurvinnanlegan úrgang svo sem pappa, pappír, fernur, plast og málmhluti." Vandamál sem upp koma eru leyst í samvinnu við íbúa.

Mér finnst hæpið að kalla það mútur að lækka gjöld hjá fólki sem gerir hluti sem spara samfélaginu kostnað. Það er alþekkt í hagfræðinni að hvatar virka til að efla jákvæða breytni. Það er ekkert að því að láta þá sem spara samfélaginu kostnað njóta hluta þess sparnaðar.

Það er vafasamt að "múta fólki" til að gera það sem rétt er. Gerið tunnurnar frekar svo algengar að það sé sjálfsagt að flokka rusl. Höfðið til siðferðis, ekki græðgi. Annars fer fólk að flokka illa í flokkunartunnurnar bara til að fá lækkun fasteignagjalda.

Allur pappír sem framleiddur er unnin úr nytjaskógum sem eru sjálfbærir. Það hafa aldrei neinn rök verið framsett af Sorpu/Reykjavíkurborg hvernig endurvinnslan sé umhverfisvæn, bara að hún sé það. Það eina er framleiðsla metangas, sem ætti ekki að vera kostað af fasteignagjöldum að mínu mati heldur beint af notendum metangassins, ef það eru ekki rekstrarskylyrði fyrir þeirri framleiðslu, þá á hún ekki að eiga sér stað.

Þetta er góð hugmynd en því miður sé ég ekki hvernig á að framkvæma hana. Hvernig á að fylgjast með hverjir flokka og hverjir ekki. Fá allir afslátt í fjölbýlishúsi ef einn flokkar sorp en aðrir ekki. Hvernig ætlaru að vita hver flokkar og hver ekki. Til að hægt sé að styðja hugmydina þá þarf að vera hugmynd að útfærslu sem virkar og er raunhæf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information