Betri samskipti við borgara
Sendi inn svo kallaða fyrirspurn til Skipulagassviðs Reykjavíkurborgar í sumar. Málið tafðist um viku þar sem gögn vantaði frá aðila inna stjórnsýslunnar, það hefði verið lítið mál fyrir viðkomandi að senda tölvupóst og upplýsa mig um stöðuna. Það tók mig nokkur símtöl og tölvupósta til að komast að því. Svo þegar niðurstaða fékkst þá var svarið bara eitt orð: Nei. Ekki gefnar neinar upplýsingar um hvað hægt væri að gera ef ég væri ekki sáttur né heldur frekari rökstuðningur fyrir neitun.
Bara biðja um rökstuðning...
Það tekur yfirleitt tíma en þeir eru faktískt skuldbundnir ef þú sendir beiðnina skriflega (t.d. via email).
Ef þú bara vissir hvað það var erfitt að fá rökstuðninginn frá þeim. Maðurinn sem ég talaði við hjá borginni vildi bara losna við mig úr símanum sem fyrst. Það síðasta sem ég fékk frá þeim var að þetta yrði fordæmisgefandi.... eins og það væri eitthvað slæmt þegar maður er að leitast við að endurbæta og auka notkunarmöguleika mannvirkja.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation