Bekkir við göngustíg við norðanverðan Grafarvog.

Bekkir við göngustíg við norðanverðan Grafarvog.

Göngustígurinn við norðanverðan Voginn er malarstígur og einn af fáum á svæðinu. Þetta tel ég kost við þennan stíg og er á móti því að hann verði malbikaður en lagfæra þarf stíginn. Þegar hann var gerður voru settir nokkri stöplar ú stuðlabergi á u.þ.b. miðhluta stígsins. Nú er búið að laga stuðlabergsstöplana sem voru fallnir en gera þarf stíginn breiðari á þessu svæði og setja upp bekk. Þarna er gróðurinn lægri en víðast á svæðinu og útsýni gott yfir Voginn til Esjunnar.

Points

Í rigningartíð og svo þegar hálka hefur myndast á stígum er gott að geta gengið á malarstígum. Þeir haldast bestur þurrir í rigningu og síður myndast á þeim hálka. Einnig er undirlag mýkra á malarstíg en á hinu eilífa borgarmalbiki. Frábært væri að hafa bekki á stígnum miðjum þar sem útsýni gefst til Esjunnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information