Tæknismiðja fyrir almenning

Tæknismiðja fyrir almenning

Tæknismiðja fyrir almenning

Points

Legg til að verði skipulögð tæknismiðja þar sem verði boðið upp á grunnfræðslu fyrir almenning í tæknigreinum, aðgangur að leiðbeinendum og aðstaða til að smíða og föndra við eigin tæknigripi. Dæmi: Málmsmíðar, trésmíði, raftækni, fjarskipti, samgöngur (reiðhjól, ... bílar, flug ...), vélar o.m.fl. Tæknismiðjan þarf ekki að vera öll á einum stað, ef samkomulag næst við skólastofnanir, frumkvöðlasetur og einkarekin verkstæði sem eiga hentuga aðstöðu þá væri slíkt ákjósanlegt.

Skólarnir í borginni sitja á tækjum og tólum sem nýtast mjög takmarkað og ef til vill mætti nýta betur með því að setja upp Tæknismiðju sem nýttist almenningi. Nokkurs konar dreift Fab-Lab.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information