Kenna börnum að umgangast hunda
Síðan upp kom bit á Akranesi hefur hundaþjálfari mætt í leikskóla með hunda til að kenna krökkunum þar að umgangast hunda rétt og þannig koma í veg fyrir bit og önnur slys. Sniðugt væri að taka þetta upp í Rvk í leik- og grunnskólum. Forvarnir virka best! Kennum börnunum okkar að umgangast dýr og komum þannig í veg fyrir óþarfa slys og leiðindi.
Styð þetta ef hundaeigendur eru tilbúnir að borga fyrir þetta með að hærri leyfisgjöldum
Bara hugmynd - hvernig væri að koma þessu inn í Mömmumorgna eða tengja það barnasundi ? Þá fá fullorðnir líka kennslu, og ekki veitir af.
Fín hugmynd, en ég mundi setja kennsla og próf fyrir hundaeigendur hærra í forgangsröðinni. Og háar sektir við að hafa hunda ekki í bandi. Mundi stuðla að sömu markmiði, en setja ábyrgðina þar sem hún á heima. Það er yfirleitt sniðugt :-)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation