Gangbrautarljós í Borgartún

Gangbrautarljós í Borgartún

Gangbrautarljós í Borgartún

Points

Munu skapa aukið öryggi gangandi vegfarenda, sem er alltaf plús, og auðvelda þeim aðgengi að verslunum og þjónustu :)

Árni : Var ekki að spá í að teppa umferð :-) Meira gera tilraun með að sjá hvort bílstjórar taka tillit, ef maður er "proactive" sem gangandi þarna.

Þetta væri alls ekki til þess fallið að auka umferðaröryggi - þvert á móti. Gatan er það mjó og umferð oft það hæg (þó hún sé þung) að fólk myndi aldrei ganga í átt að næsta gangbrautarljósi til þess að komast yfir hana. Bílar myndu síður stöðva fyrir gangandi vegfarendum þar sem bílstjórar ætlast til þess að fólk gangi einmitt að næsta gangbrautarljósi. Þetta ýtir undir þá hugsun að gatan sé eingöngu fyrir bílinn - að gangandi séu í aukahlutverki.

Þetta vantar reyndar mjög mikið. Það er eitthverneginn bara gert ráð fyrir því í Borgartúninu að allir séu akandi :P Jafnvel á milli húsa.

Ég veit ekki með ljós, en það er mikil þörf á að fjölga vel merktum gangbrautum. Einnig sé ég ekkert því til fyrirstöðu að lækka hámarkshraðann þar niður í 30km/klst.

Mín reynsla er önnur. Það skiptir máli að sýna hvað maður vill sem fótgangandi. Það skiptir máli _hvernig_ maður gengur og stunda samvinnu og samskipti í umferðinni. Ég upplífi mjög oft að bílstjórar stoppa fyrir mér og þá kinka ég kolli og /eða brosa til þeirra.

Ég hef nú ekki gengið oft í gegnum Borgartúnið, en er virkilega það mikil umferð að það sé ekki hægt að ganga yfir götuna nánast viðstöðulaust hvar sem er?

Og hverju á það að áorka Morten? Þú getur gengið þarna fram og til baka á hverjum einasta degi í mörg ár, og ökumönnum mun samt vera slétt sama. Þeir eru að reyna að komast frá A til B á sem fljótlegastan máta.... gangandi vegfarendur skipta ekki máli í þeirri jöfnu.

Trommum saman hóp sem gengur eftir Borgartún og sýnir bílstjórum skýrt að við viljum yfir. Gerum þetta t.d. í hádeginu nokkra virka daga og reynum að fá einhvern fjölmiðil til að fjalla um uppátækið, til dæmis í þriðja skiptið sem þetta er prófað ?

Og ef það kemur berlega í ljós að þetta virki ekki, þá hafa menn mun sterkari rök, bæði praktisk rök og tilfinningarök. Hópur úr grasrótina sem er til í að reyna að leggja eitthvað að mörkum og sem hefur sögu að segja stendur sterkari.

Já Morten, ég er algjörlega sammála þér að fótgangandi þurfa að sýna hvað þeir vilja og vera 'með' í umferðinni eins mikið og hægt er. Sem hjólreiðamaður sjálfur þá reyni ég alltaf að þakka fyrir mig og ná tengingum við bílstjórana. En ég sé ekki hvað græðist á því að einhver hópur fólks safnist saman þarna niðurfrá, gangi fram og til baka yfir götuna og teppi umferð til þess að 'meika point'. Það var bara það sem ég setti spurningu við.

Ah. okay.. ég hef eitthvað misskilið þig þar :)

Ég er alveg sammála þessum rökum Sverris. Ég hef pínu áhyggjur af að gönguljós yrðu bara eins og plástur sem myndu síðan góðkenna það slæma skipulag sem er á götunni í dag. En ég get verið alveg sammála (og Sverrir væntanlega líka) því sem liggur að baki þessari hugmynd, þ.e. að það þurfi að taka meiri tillit til gangandi (og hjólandi) vegfarenda í Borgartúni.

Ég tel að vandi götunnar sé ekki skortur á gönguljósum heldur að það sé ekið of hratt og að hönnunin taki ekki tillit til annarra en akandi. Það má taka götuna alveg í gegn og gera hana að meira aðlaðandi borgarumhverfi. Til bráðabirgða mætti setja upp e.k. hraðahindrun með smá þrengingu. Gönguljós væru "overkill".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information