Áætlun til að bæta næringu nemenda skólanna
Bjóða hollari kost til sölu innan veggja skólans. Auka opnunartíma sjoppu innan skólans og velja inn í hana hollari vörur. Samstarf við hverfabúðir um hollustu
Mötuneytismaturinn má líka vera hollari en hann er nú.
Í dag þurfa leikskólarnir, a.m.k. leikskóli sonar míns, að reka sín mötuneyti á 255 kr. pr. barn pr. dag. Það er auðvitað fráleit upphæð. Ég er sannfærður um að yfirgnæfandi fjöldi foreldra væri tilbúinn að borga 100 kr. á dag aukalega í leikskólagjöld (2.000 kr. á mán.) ef það yrði til þess að hækka það sem eldhúsið hefur úr spila þó ekki sé nema upp í 355 krónur á dag. Það er ekki hátt en 20% hækkun frá því sem það er í dag.
Maturinn í mötuneytinu þarf einnig að vera betri en hann er nú.
Ég myndi líka vilja borga meira fyrir hollari mat í leikskólum. Og varðandi skólana myndi ég vilja sjá sparnaðinum frekar hagað þannig að skera niður t.d. 1-2 daga þar sem nestið heimanfrá tekur við og þessir 1-2 dagar eru þá á ábyrgð foreldranna hvort sem þeir vilja senda barnið með hollan eða síður hollan mat í skólann. Og að gæði fæðunnar hina dagana í skólamötuneytunum verði meiri í staðinn. Þetta vil ég miklu frekar en síðri gæði alla daga.
Aukin útgjöld skóla eru kannski ekki heppileg. Svo eru ekki allir sem vilja eða geta greitt fyrir nesti á vegum skólans.
Mér þykir tilvalið að börnin fái grænmeti og ávexti í nestistíma í skólanum. Þegar börn koma með nesti að heimann verður oft samanburður og leiðindi.
Ég væri til í að greiða eitthvað fyrir að skólinn myndi sjá til þess að nemendur fengju grænmetis- eða ávaxta-snarl í nestistímum og geta þá sleppt því að koma með nesti. Það væri mjög einfalt að prófa þetta til reynslu í einhverjum skóla.
Hollfæði í mötuneytum skóla skilar nemendum betri líðan og námsárangri, það er margsönnuð staðreynd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation