Skilagám fyrir dósir í miðbæinn til styrktar góðs málefnis

Skilagám fyrir dósir í miðbæinn til styrktar góðs málefnis

Skilagám fyrir dósir í miðbæinn til styrktar góðs málefnis

Points

Ég sá lítinn vona gám við bensínstöðina á Snorrabraut, þar sem maður beygir inn til að fara í YoYo ís.

Ég hef búið í miðbænum í nokkur ár og oft safnast upp dósir og flöskur heima hjá mér. Ég reyni að lifa bíllausum lífstíl og þá getur verið erfitt að komast með dósirnar í Sorpu. Ég er ekki mikið að hugsa um peningana af dósunum þar sem að og þegar maður fer með dósirnar nær það upp í lítið meira en strætókostnað. Ef komið væri upp einhvers konar gám (svipað og fatagámarnir) þar sem maður gæti sett flöskur og dósir í til styrktar góðs málefnis held ég að margir íbúar miðbæjar myndu nýta sér það.

Ekki alltaf í íþróttarfélögin, þau eru áskrifendur af nóg af peningum. Frekar í heimilislausa og annað ólukku fólk.

Í sorpu td. hérna úti á Granda er gámur til að skila af sér dósum, sem þarf ekki að vera búið að sortera og ágóðinn af því fer að mig minnir til styrktar skátastarfi :)

Legg til að íþróttafélög fengju að setja upp slíka grenndargáma og bæru jafnframt kostnað við þá. Fólk gæti þá styrkt sín félög. Hver gámur gæti verið með nokkrum hólfum. Gætir sett dósirnar í KR hólfið, Fylkis hólfið, eða Fram hólfið svo dæmi sé tekið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information