Almenningsgarð á Kárastígstorgið

Almenningsgarð á Kárastígstorgið

Hægt væri að gera lítinn og notalegan almenningsgarð fyrir framan Kaffismiðjuna á Kárastíg. Það mætti tyrfa og setja bekki og einhvern gróður. Þetta yrði mikil prýði fyrir hverfið og kærkomið fyrir allar garðlausu fjölskyldurnar í grenndinni. Á þessu svæði núna eru ekki nema þrjú bílastæði.

Points

Miðbæinn vantar fleiri græn svæði og á Kárastígstorginu er tilvalið svæði fyrir fjölskyldur til að njóta útiveru og hitta samborgara sína.

Þarna rétt hjá er Frakkland sem er opinn lítill almenningsgarður sem Borgin er búin að gera góðan. Skil ekki afhverju það ætti að setja almannafé í að gera útisvæði fyrir kaffihús ókeypis!

30 metra frá er Frakkland, 50 metra frá er opið svæði við Hallgrímskirkju 100 metra frá er Listasafn Einars Jónssonar! Afhverju ætti skattpeningur að fara í að gera útisvæði fyrir Reykjavík Roasters "kaffismiðjuna"?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information