BETRI SORPHIRÐU.

BETRI SORPHIRÐU.

Points

Í fjölbýlishúsum líður alltof langt á milli þess sem sorptunnur eru tæmdar. Það skiptir engu hversu margar tunnur eru í húsinu þar sem sorp gefur fljótt frá sér ólykt og tunnur fyllast fljótt, t.d. um jól, páska og aðrar hátíðir. Margir lenda í því að þurfa að bíða í 20 daga eftir losun, þar sem sorphirðumenn segjast ekki hafa komist í sorpgeymslu af ýmsum orsökum. Skiptir engu þó íbúar séu heima við og gætu hjálpað við vandamálin. Þetta er eitt af mörgum dæmum um lélega þjónustu í Reykjavík.

Áður liðu ekki nema 7 dagar þar til öskubíllinn var kominn aftur á sömu staði og hann var á, en núna líða einhverjir 10 dagar á milli. 20 daga millibil er miklu verra. Ég legg til að sorp verði hirt með 7-8 daga millibili, alveg sama um hvernig hús sé að ræða, það ætti ekki að vera flókið að hafa sorphirðuna hraðari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information