Banna rafmagnsvespur á gangstéttum í reykjavík

Banna rafmagnsvespur á gangstéttum í reykjavík

Banna rafmagnsvespur á gangstéttum í reykjavík

Points

það er bara tímaspursmál hvenær einhver stórslasar sig á þessu.

> … enda hefur slysum á reiðhjólafólki snarfækkað síðan leyft var að hjóla á gangstéttum. Geturðu bent á einhver gögn þessu til stuðnings?

Það er sennilega löngu kominn tími á að aðgreina gangandi og hjólandi (hjól, vespur, rafskutlur) umferð á einhvern handa máta, gallinn er að þetta er vafalítið frekar kostnaðarsamt.

reglur um hjólreiðar eru samt þannig að ég má hjóla á götunni á reiðhjólinu mínu en ekki á rafmagnsreiðhjólinu mínu. En ég er sammála því að reglur í kringum rafmagnsvespur þarf að laga

Það væri best að hafa sér akbraut fyrir hjól og vespur. Það var hjólað á son minn og næstum því á yngri son minn 2 svar af dreng á vespu. Það er bara stressandi að fara út að ganga ég þarf alltaf að vera athuga fyrir aftan mig er hjólamanneskja á leiðinni.

Það er ekki tímabært að banna vespur á gangstéttinni. Þær eru nýjar og það er eðlilegt að fólki finnist þær óþægilegar til að byrja með, sérstaklega á meðan engin almenn hugmynd um skynsemi og kurteisi hefur þróast. Einnig, ef þær eru bannaðar á gangstéttum, verða þær að vera á götunni öllum stundum sem getur verið alveg jafn hættulegt og vissulega jafn óþægilegt. Það er best ef fólk getur farið eftir aðstæðum, því þær eru mjög ólíkar milli svæða.

Mér finnst svo óþægilegt þegar vespur fara framhjá mér, þegar ég er á gangi í Árbænum, og ég tala nú ekki um þegar myrkur er úti, þá er það miklu óþægilegra heldur en á daginn. Gangstéttir eru fyrir gangandi vegfarendur, en ekki vespur! Vespur eiga að vera á götunni!

Mér fannst vespurnar vera frábær hugmynd þar til ég var næstum keyrð niður með barnavagninn. Ég var að sinna barninu og mér datt ekki í hug að einhver stefndi framúr okkur á þessum hraða, enda er maður vanur að heyra hjólreiðamenn nálgast. Maðurinn á rafmagnsvespunni hefði auðveldlega getað flautað og látið vita af sér áður en hann þaut framúr okkur en gerði ekki. Það er bara fyrir heppni sakir að ekki fór verr, því þarna munaði örfáum sentimetrum.

Oftar en einu sinni búinn að vera keyrður niður á morgnanna þegar ég er að fylgja stelpunni minni í skólann, þessi tæki keyra of hratt eru of þung og eiga ekki heima með gangandi umferð. Algengt er líka að þetta er ljóslaust, unglingar að keyra í hálku og eru að detta á hausinn. Ef fólk/unglingar vilja vera vélknúnum ökutækjum eiga þau að nota vegi fyrir vélknúinn ökutæki.

Upphafið að þessari umræðu kom frá tryggingfélögunum sem sáu þarna matarholu án þess að slys eða teljandi vandræði hefðu orðið. Skattaglöð stjórnvöld sjá þetta í sama ljósi. Það er meiri slysahætta af þessu út á götum þar sem bílarnir eru í öllum stærðum enda hefur slysum á reiðhjólafólki snarfækkað síðan leyft var að hjóla á gangstéttum. Það sem þarf eru sérbrautir við gangstéttir fyrir hjól, sem víða eru, og gangandi fólk á ekki að rölta eftir og svo aukin tillitsemi og samkennd milli manna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information