Einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi

Einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi

Einföld Úti-æfingastöð kæmi til móts við vaxandi hóp fólks sem vill geta bætt mikilvægum styrktaræfingum við skokk eða hlaupaáætlun. Stöðin væri nauðsynlega viðbót fyrir þær æfingar sem ekki er hægt að gera aðeins með líkamanum. Úti æfingastöðin myndi samanstanda af hringlaga tartann velli, misháum slám, samsíða slám og staur sem keðjur væru bundnar við. Slárnar myndu geta boðið upp á tog og pressuæfingar með möguleika á vali á erfiðleikastigi. Keðjurnar myndu virka sem stillanlegt lóð.

Points

Ég set þessa hugmynd undir velferðardálkinn, vegna þess að heilsuvakning og hreyfing er mikilvægur hluti í velferðarmálum okkar. Ég veit að þessi hugmynd myndi laða stórann hóp í æfingagallann og út! Aðrir myndu fylgja með í kjölfarið. Við þurfum að styðja allar hugmyndir sem þessar til hins ítrasta því hreyfing er svo mikilvæg, jafnt líkamlega sem andlega. Hreyfing er líka forvörn gagnvart heilsubrestum síðar meir sem heilbrigðiskerfið þyrfti að bregðast við með öllum þeim fjármunum sem hefði annars ekki þurft með.

Einföld Úti-æfingastöð kæmi til móts við vaxandi hóp fólks sem vill geta bætt mikilvægum styrktaræfingum við skokk eða hlaupaáætlun. Stöðin væri nauðsynlega viðbót fyrir þær æfingar sem ekki er hægt að gera aðeins með líkamanum. Úti æfingastöðin myndi samanstanda af hringlaga tartann velli, misháum slám, samsíða slám og staur sem keðjur væru bundnar við. Slárnar myndu geta boðið upp á tog og pressuæfingar með möguleika á vali á erfiðleikastigi. Keðjurnar myndu virka sem stillanlegt lóð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information