Enga fluttningarbíla á skólalóðum þegar nemendur eru að mæta

Enga fluttningarbíla á skólalóðum þegar nemendur eru að mæta

Enga fluttningarbíla á skólalóðum þegar nemendur eru að mæta

Points

Nú hef ég séð stóra fluttningarbíla vera að koma með vörur í Melaskóla á sama tíma og nemendur eru að mæta í skólann. Aðgengi mjög þröngt og þurfa þeir að bakka inn á skólalóðina. Er ekki hægt að trilla þessu á brettum eða kerrum frá lóðarmörkum. Dæmi er um að fluttningarbíll hafi verið skilinn eftir á lóðinni með lyklana í og nemandi svissað á og bíllinn hrokkið áfram. Hættum að leyfa akstur meðal barnanna, þeir koma bara aðeins seinna eða affermi við lóðarmörk.Biðum ekki eftir slysi

Nú í morgun rétt rúmlega 8:30 var bíll frá Eimskip/Flytjandi að koma með vörur. Hann fór ekki inn á lóðina sem er gott en hann var þarna upp á gangsétt þar sem börnin ganga inn á lóðina. Ökumaðurinn setur vörur á trillu og fer með þær að skólanum. Allt gott nema að hann skilur bílinn eftir opinn, með lyklana í honum og í gangi. Þetta þarf að stöðva sem fyrst.

laga til orðalag

Björgvin - Auðvitað þurfa vörurnar að komast í skólann en þær eiga ekki að vera stórir flutningabílar að aka meðal barnanna. Sérstaklega þegar börn eru á leiðinni í skólann. T.d. væri hægt að koma með vörurnar í skólann eftir að nemendur eru farnir heima eða farnir í frístundaheimili. Það er vel hægt að taka á móti vörum meðan nemendur eru ekki að koma eða fara úr skólanum og milli frímínúta. Það væri í raun betra að taka á móti vörum í frímínútum en þegar börnin eru að mæta því það eru starfsmenn að fylgjast með nemendum í frímínútum en enginn að fylgjast með þeim þegar þau eru að mæta í skólann.

Melaskóli er einn af þeim skólum reykjavíkur þar sem aðkoma kosts er mjög slæm. Vörunar verða koma á opnunartíma skólans. Skólin þarf jú vörunar sínar til að geta starfað. Ef svona stórir bílar koma í melaskóla og stoppa út við hlið loka þeir fyrir alla umferð á furumel. Vörubretti komast ekki í gengum gauguhliðið. Aðvita væri best fyrir alla að vörumóttaka færi fram á afmörkuðusvæði. Þar sem krakkanir eru ekki. Hvort sem þeir eru að koma í skólan,fara heim eða úti að leika sér.

Ég styð þetta fullkomlega. Er sjálfur búinn að reyna að stoppa svona akstur við Breiðagerðisskóla í mörg ár, án árangurs. Þar koma sendibílar í svartamyrkri á morgnana þegar börnin eru að koma í skólann og líka oft þegar þau eru úti í frímínútum með tilheyrandi slysahættu og mengun. Það verður að finna aðra og betri lausn á því að koma vistum í skólana. Það er alls ekki hægt að sætta sig við að börnin séu sett í þessa rússnesku rúllettu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information