Útivistarskógur á Álfsnesi og Geldinganesi

Útivistarskógur á Álfsnesi og Geldinganesi

Útivistarskógur á Álfsnesi og Geldinganesi

Points

Tré nálægt byggð draga verulega úr vindi og beina ofar. Óbyggð svæði með mismunandi trjám eru kjörin útivistarsvæði. Ekki er líklegt að í bráð verði byggt á Álfsnesi og Geldinganesi. Þau svæði má nýta sem útivistarsvæði fyrir borgarbúa þar til þau verða byggð. Með að láta unglinga stinga niður trjágræðlingum á víð og dreif þar má hjálpa til að þar vaxi upp skjólskógur sem eykur fegurð, útivist og dregur úr vindi. Slíkur skógur yrði líka fjölbreytara nærumhverfi fyrir íbúa þegar svæðið byggist.

Nú hafa borgaryfirvöld birt áætlun fyrir byggð til 2030. Það er ekki áformað að byggja neitt á Geldinganesi og væntanlega verður því engin vegagerð þar eða rask næstu áratugina. Það er því upplagt að nota þetta svæði sem útivistarsvæði og kannski sem útikennslustofu fyrir grunnskólabörn í Reykjavík og hvernig væri að gera þar tilraunir á hvað þrífst svona nálægt sjó af trjágróðri.

Salvarar rök duga fullkomlega. Þetta hljóta að vera framtíðar byggingasvæði borgarinnar, en gaman væri að gera þau aðgengileg og skjólbetri þangað til.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information