Gerð og breyting göngustíga frá Háskólabíói og við Hótel Sögu að Háskólatorgi

Gerð og breyting göngustíga frá Háskólabíói og við Hótel Sögu að Háskólatorgi

Breyta þyrfti göngustígum við Háskólabíó til Háskólatorgs, mögulega setja upp gangbrautir yfir þetta stóra bílastæði þar sem þúsundir manna ganga vikulega. Norðan megin við Hótel sögu, milli Birkimels og Suðurgötu, mætti leggja malbikaðann göngustíg að gönguljósunum við Suðurgötu.

Points

Það væri hægt að gera undirgöng frá tröppunum á milli íþróttahússins og Háskólatorgs sem lægju þvert undir Suðurgötuna. Jafnframt væri hægt að gera veiðeigandi hluta Suðurgötunnar að vistgötu. Auk öryggis og þæginda sem slíkar umbætur veita, myndi skapast betra flæði innan þess hluta háskólasvæðisins sem Suðurgata rýfur.

Þar sem að gríðarlegur fjöldi gangandi vegfarenda flytur sig á milli Háskólatorgs og Háskólabíó nokkrum sinnum á dag er þetta öryggismál fyrir starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands. Leiðin frá Birkimel að Suðurgötu fyrir framan Hótel Sögu (Guðbrandsgata) er illa upplýst leið sem hefur rauðan malarstíg sem er lægri en grasið í kring sem verður til þess að í rigningu fyllist hann af pollum og í frosti er hann stórhættulegur vegna hálku. Fólk kýs því ávalt að ganga á götunni í stað ófærs stígs.

Aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda í kringum Háskóla Íslands er alls ekki nógu gott. Þessi tillaga er borðliggjandi dæmi um einfaldar framkvæmdir á svæðinu sem myndi skipta miklu máli fyrir háskólafólk sem kýs nota fæturna til að komast á milli staða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information