Reiðhjólalyftan er eins konar toglyfta, sem gengur fyrir rafmagni. Fæti er komið fyrir á pedala, sem dregur viðkomandi upp. Hún fer í gang, sé þar til gert kort notað til að starta lyftunni. Slík lyfta er til í Þrándheimi í Noregi og er nú 2. útgáfa hennar í notkun þar.
Fólk eins og ég sem er með ígræddan bjargráð á auðveldara með að komast síðasta spölinn heim án þessu að vera í "losti" í miðri brekku
Reiðhjólalyfta í Grafarholtið sem einnig gagnast þeim sem eru með vagna/kerrur væri tilvalin samgöngubót fyrir reiðhjólaumferð í Grafarholti. Með slíkri lyftu væri stærstu hindrun þeirra, sem búa í Grafarholti (100m y.s.), en vilja nýta sér reiðhjól sem samgöngumáta, rutt úr vegi. Lyftan er einföld og umhverfisvæn. Margir íbúar hafa áhuga á að hjóla í og úr vinnu, en leiðin er oftast fremur löng (10-14 km) og brött brekka í lok ferðar er mörgum fjötur um fót.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation