Að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.

Að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.

Að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.

Points

Lög og reglur eru ósveigjanleg varðandi lögheimilaskráningu barna þeirra foreldra sem slitið hafa samvistum. Aðeins annað þeirra hefur réttindi uppfrá því til að teljast einstætt foreldri þrátt fyrir að samningar séu þinglýstir osfrv. um jafnar skyldur, umgengnisrétt ofl. Borgin á að vera öðrum stofnunum til fyrirmyndar og skapa rými og hefð þar sem tillit er tekið til samninga foreldra um jafna ábyrgð! Þó lögum verði ekki breytt með hraði má verklagið breytast t.a.m. við greiðslu húsaleigubóta.

Hér er átt við að ef tveir einstaklingar semja um jafna umgengni og ábyrgð á barni sem þeir eiga saman, þá á þó aðeins annað þeirra rétt á því að kallast "einstætt foreldri". Á ársgrundvelli hefur það e.t.v. gríðarleg fjárhagsleg áhrif á annan aðilann, og skerðir þá mögulega lífsgæði barnsins þann tíma (helming) sem það dvelur hjá þeim aðila sem ekki heldur (eða fer fram á) lögheimilaskráningu barnsins hjá sér. Deilur foreldra um lögheimilaskráningu geta mögulega og skert lífsgæði barnsins!

Börn eiga rétt á að eiga 2 einstæða foreldra!

Hér er um litlar fjárhæðir að ræða í tilviki húsaleigubóta (ca. 9.000kr á mánuði) en hægt er að lýsa vandanum sem skapast af lögunum um lögheimili barna i ítarlegra máli: Ég leyfi mér að búa til tvö dæmi þar sem munurinn á réttindum foreldra er gífurlegur, burtséð frá réttinum til að fá greiðslu barnabóta skipt jafnt. Dæmi A. Ef tveir einstaklingar eru í námi. Almenn námslán eru ca. 120.000 þúsund. Þegar einstaklingarnir geta ekki skipt forræði/lögheimili jafnt í samræmi við umgengni og skyldur fær annar einstaklingurinn framfærslulán í samræmi við að hafa 1 barn á framfæri (tala nú ekki um ef börnin væru fleiri) - en á þeim greiðslum munar ca. 50.000 krónum á mánuði. (Þar sem um lán er að ræða væri eðlilegast að báðir fengju greitt í samræmi ca.150 þús.kr í stað þess að a fái 173.000 en b 120 þús.) Ef við skoðum dæmi B af tveim öryrkjum og því sem snýr að borginni (ekki öryrkjagreiðslunum sjálfum) þá skulum við gefa okkur að báðir hafi þörf á að sækja um "sérstakar húsaleigubætur" vegna þess að húsnæðið miðast við að geta verið með börnin aðra hverja viku. Þegar umsókn a (með barn á lögheimili) væri afgreidd er tekið tillit til framfærslu barns og líkurnar á samþykkt umsóknar mjög miklar. Aðili b hefði barnið ekki skráð hjá sér - en þinglýstan samning um jafna umgengni og skyldur - en líkurnar á samþykkt umsóknar væru jafn litlar nema um annan sérstæðan vanda væri að ræða. Munurinn á venjulegum húsnæðisbótum og sérstökum er 50.000 kr. á mánuði. Ég þakka þeim sem nenntu að lesa og bendi á að í mínu tilviki er aðeins um 9000 kr. húsaleigumismun að ræða - en þetta er aftur á móti réttlætismál að ræða sem Reykjavíkuborg getur beitt sér fyrir að breytist með tíð og tíma. Til dæmis með því að beina því til Velferðarsviðs að taka tillit til sameiginlegs forræðis og jafnrar umgengni foreldra þrátt fyrir að lagaramminn sé enn á fornaldarstigi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information