Að eiga kost á að elda úti eflir samkennd íbúa og er gaman. Tilvalið væri að staðsetja útgrill t.d. við Orminn í Laugardalnum og fjölga þar bekkjum og borðum.
Mjög góð hugmynd Anna Kristín. Styð hana og myndi nýta mér slíkt grill til samvista með fjölskyldu og vinum í hverfinu.
Styð þessa hugmynd og myndi örugglega nýta mér aðstöðuna .
Hlaðin útigrill fyrir kol hafa verið mjög vinsæl hjá vinahópum og barnafjölskyldum undanfarin ár (t.d. í Furulundi og Guðmundarlundi í Heiðmörk og í Kjarnaskógi við Akureyri). Ég sendi inn þessa sömu hugmynd í fyrra og fékk hún mjög góðan hljómgrunn hér inni á Betri Reykjavík. Vegna fjölda áskorana sendi ég hana aftur inn þar sem rökin fyrir höfnuninni;" að hún falli ekki að stefnu borgarinnar um útisvæði" eru óskiljanleg þar sem nú þegar er vinsælt útigrill í Hljómskálagarðurinum.
Algjörlega sammála þér Anna Kristín. Var mjög hissa á að þessari hugmynd væri hafnað án frekari útskýringa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation