Útigrill í Laugardalinn

Útigrill í Laugardalinn

Að eiga kost á að elda úti eflir samkennd íbúa og er gaman. Tilvalið væri að staðsetja útgrill t.d. við Orminn í Laugardalnum og fjölga þar bekkjum og borðum.

Points

Mjög góð hugmynd Anna Kristín. Styð hana og myndi nýta mér slíkt grill til samvista með fjölskyldu og vinum í hverfinu.

Styð þessa hugmynd og myndi örugglega nýta mér aðstöðuna .

Hlaðin útigrill fyrir kol hafa verið mjög vinsæl hjá vinahópum og barnafjölskyldum undanfarin ár (t.d. í Furulundi og Guðmundarlundi í Heiðmörk og í Kjarnaskógi við Akureyri). Ég sendi inn þessa sömu hugmynd í fyrra og fékk hún mjög góðan hljómgrunn hér inni á Betri Reykjavík. Vegna fjölda áskorana sendi ég hana aftur inn þar sem rökin fyrir höfnuninni;" að hún falli ekki að stefnu borgarinnar um útisvæði" eru óskiljanleg þar sem nú þegar er vinsælt útigrill í Hljómskálagarðurinum.

Algjörlega sammála þér Anna Kristín. Var mjög hissa á að þessari hugmynd væri hafnað án frekari útskýringa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information