Vesturbæjarstrætó!

Vesturbæjarstrætó!

Vesturbæjarstrætó!

Points

Frístundasamgöngur með frístundastrætó eða rútur í KR og tónlistarskóla frá skólum og frístundaheimilum (fyrir allar íþróttir, ekki bara fótbolta). Markmið að auka öryggi barnanna í umferðinni og tryggja þátttöku þeirra yngstu í íþróttum og tómstundum.

Komum upp Vesturbæjarstræt því það er mikil þörf á betri tengingum á milli tómstunda og skóla. Verkefnið fæddist úr mörgum tillögum frá Skólaþingi Vesturbæjar í október sem óskuðu eftir samfelldum skóladegi barna. Verkefnið gengur út á hverfisstrætó sem tengir hverfið betur og minnkar skutl foreldra.

Svo sammála. Það reynist stundum þrautinni þyngri að komast t.d. að Háskóla Íslands eða Landspítalanum. Ég bý á Sólvallagötunni og er í starfsnámi við Landspítalann, ég þarf að hjóla/ganga að Háskóla Íslands eða Ráðhúsinu og taka strætó þaðan að Landspítalanum. Þegar ég tek leið 13 að Borgarspítalanum þá eru nánast undantekningarlaust 6-8 einstaklingar standandi í strætónum þar til farið hefur verið framhjá Menntaskólanum við Hamrahlíð, einnig er leið 13 oft sein á morgnanna = mætti bæta við einum enn á morgnanna.

Hljómar einkennilega að vera á móti þessu og ég er það í raun ekki. Ég held bara að það sé mikilvægt að fólk læri að nýta sér Strætókerfið og það mætti koma til móts við þessar þarfir með því að bæta leiðum inn í leiðakerfi Strætó eða aðlaga þær leiðir sem nú keyra um vesturbæinn að þessum þörfum. Þannig kennum við börnum að nýta sér þjónustu Strætó á sama tíma og við þéttum og bætum almenna leiðakerfið sem allir geta nýtt sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information