Endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla

Endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla

Endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla

Points

Einnig þarf að auka öryggi gangandi vegfarenda yfir Höfðabakkann við þessi gatnamót.

skuldir þýða miklar vaxtagreiðslur , eru stóru orkuveituskuldirnar horfnar , og nú á að taka 500 millur í lán til að byggja kaupa félóíbúðir. breyting á beigjunni er dýr grjótvinna og malbik. ég er frekar á móti umferðarljósum , vildi að aðrar reglur giltu , td að meginbylgja umferðar fari yfir og svo kemur bil eða dreyfðari umferð og þeir eigi þá að stoppa fyrir hliðarumferð.

Gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla eru með umferðarmeiri gatnamótum sem ekki hafa umferðarljós. Þau eru nokkuð hættuleg. Það mætti skoða hvort ekki mætti koma fyrir hringtorgi. Þá mætti endurskoða kröppu beygjuna á Höfðabakkanum, rétt fyrir neðan gatnamótin. Höfðabakkinn átti á sínum tíma að ná út á Breiðholtsbraut, og því var sett þessi krappa beygja á. Hún er mjög varasöm í hálku. Þá mætti skoða að koma fyrir strætóbiðstöðvum við gatnamótin fyrir leiðir 12 og 17. Styttir gönguleiðir fyrir marga

Takk Guðlaugur, ég set inn sér hugmynd fyrir beygjuna.

Í morgun var allt í rugli í brekkunni og beygjunni. Bílar stóðu á bremsunni niður brekkuna að beygjunni til að ná henni nú örugglega. Einn hafði greinilega ekki farið nógu varlega og ekki náð beygjunni, skautað á næsta vegarhelming (sennilega mjög heppinn að hafa ekki lent á umferð á móti) og út af veginum og niður í móa. Lögreglan var búin að loka veginum upp eftir á meðan bíllinn var hífður upp úr móanum.

Þar fyrir utan þá bý ég í Bökkunum og þarf mjög oft að fara yfir í Árbæjarhverfi, að keyra upp Fálkabakka og taka U-beygju á gatnamótunum Höfðabakka/Vesturhóla, er ekki fólki bjóðandi. Þessi U-beygja er hættulegri heldur en gamli vinstribeygjan sem var lokuð fyrir mörgum árum síðan (frá Fálkabakka/Höfðabakka). Af hverju má ekki opna þá vinstri beygju aftur og setja á hana snertiljós? Ég er að tala um að ég fer c.a. 3-5 sinnum í viku þessa stórhættulegu U-beygju.

Þú ættir endilega að setja inn sér hugmynd fyrir Fálkabakka/Höfðabakka gatnamótin. Ég veit ekki hvort ég mundi styðja hugmyndina. Spurning hvort þörf sé á umferð um Fálkabakkann. Mögulega ætti hann bara að vera fyrir strætó. Mun betri leið væri að fara um Stekkjarbakkann. Og ég mundi ráðleggja þér eindregið að fara um Stekkjarbakkann í stað þess að vera að taka svo stórhættulega U-beygju, eða ólöglega og stórhættulega vinstri beygju við Fálkabakkann eins og svo margir gera.

Hérna er hugmyndin: http://betrireykjavik.is/priorities/647-falkabakki-hofdabakki-setja-snertiljos-leyfa-vinstri-beygju

Jæja, ég skal svosem taka undir það að leiðin um Stekkjarbakka er betri og sætta mig við það að lífið er stundum fullt af mótlæti og erfiðleikum. Ég skipti þá um skoðun og styð þína hugmynd.

Þessi gatnamót eru líka martröð hjólreiðafólks -- bílar koma úr öllum áttum meðal annars úr blindbeygju og ökumenn með augun allt annars staðar en á hjólafólki -- eðlilega..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information