Setja ætti niður aspir (pinna) við sunnanverða Miklubraut, á eyjur milli götu og bílastæða, frá Eskihlíð að Stakkahlíð. Það yrði til hljóð- og mengunarverndar fyrir íbúa Miklubrautar og Barmahlíðar. Þessar eyjur þjóna ekki öðru en sláttuvélum borgarinnar. Á Selfossi má sjá grannar aspir í röð eftir miðjum Austurveginum þannig tré myndu henta vel á áðurnefndum stað við Miklubraut.
Þetta er ódýr bráðabirgðalausn við miklum vanda á svæðinu ekki síst fyrir íbúa við Barmahlíð þar sem flestir sofa við glugga sem snúa til norðurs, að Miklubraut. Þetta myndi auk þess spara slátt á eyjunum þar sem gróðursetja mætti lággróður með öspunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation