Umbuna þeim sem ekki nota nagladekk

Umbuna þeim sem ekki nota nagladekk

Umbuna þeim sem ekki nota nagladekk

Points

Hvernig væri að borgin umbuni þeim sem ekki aki um á nagladekkjum t.d. með því að bjóða þeim að leggja frítt í miðbænum yfir nagladekkjatímabilið. Þetta væri mjög auðvellt í framkvæmd þar sem stöðumælavörðurinn þyrfti ekki annað en skoða dekkin á bílnum til að vita hvort viðkomandi geti verið þar frítt eða ekki. Það væri líka hægt að fara þá leið að banna bílum á nagladekkjum að aka ákveðnar götur í borginni.

Nei ... það er verið að tala um að umbuna þeim sem menga örlítið minna en hinir á meðan ekkert er gert fyrir þá sem menga ekkert.

Jón: Ef þú lemur nagla ítrekað í stein eyðist hann og það myndast ryk, ekki flókin vísindi, það er ekki hægt að kenna saltinu um. Á þeim dögum sem svifrykið hættulega mikið og fólki ráðlagt að vera innandyra eru oftast þeir dagar sem ekki er saltað vegna þess að það er þurt í veðri og engin hálka. Þá daga sem er saltað myndast tjöru drulla. Danir salta gríðarlega en þar þekkist ekki svifryk eða tjara á götunum. Ástæðan er sú að þar eru nagladekk bönnuð.

Reynir: Það væri náttúrulega það langbesta í stöðunni, hinsvegar af einhverjum ástæðum treystir borgin sér ekki til að grípa til þeirra ráðstafanna.

Hvað leggur þú þá til að Borgin geri fyrir þá sem nota ekki bíl yfir höfuð? Það er engin mengun, hvorki útblástur né svifryk, sem kemur úr hjólinu mínu .... annað en hægt er að segja um bíl sem er ekki á nagladekkjum.

Baldur þú ert með útúrsnúning.

ég legg til að nagladekk á bílum verði bara bönnuð. það þarf ekkert umbunarkerfi til þess, og það kostar ekki krónu.

hér er ekki verið að ræða hjólreiðar.

Ég hef verið með bílpróf yfir tuttugu ár og aðeins eitt af þeim keyrt á nöglum. Ég bjó á Akureyri í tíu ár og var aldrei á nöglum og þar var nánast ekkert saltað. Í mínum huga er bæði óþarft.

Veit ekki hver hefur komið þeirru fyrru af stað að það séu naglar í dekkjum sem eyða malbygðum götum borgarinnar ? Það er þessi endalausi salt austur sem er að eyðileggja göturnar í Reykjavík !

ef það minnkar kostnað við viðhald vega til jafns við kostnaðinn á umbuninni, nennir einhver að reikna þetta hvað það yrði mörg dekk á hve margra ára fresti

Svifryk er nánast eingöngu vegna þess að götur eru malbikaðar en ekki steyptar, það er of mikið gert úr sök nagladekkjanna, kanski er verið að vermda hagsmuni olíufélaganna með malbiksölu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information