Undirgöng undir Miklubraut við Lönguhlíð verði gerð hjólavæn

Undirgöng undir Miklubraut við Lönguhlíð verði gerð hjólavæn

Undirgöng undir Miklubraut við Lönguhlíð verði gerð hjólavæn

Points

Við gatnamótin Miklubraut-Lönguhlíð eru undirgöng sem eru í dag eingöngu með tröppum, og því einungis hægt að fara um þau fótgangandi. Þetta neyðir fólk með barnavagna og á hjólum til að fara um gangbrautirnar. Þröngar umferðaeyjur eru á leiðinni, þar sem slæmt er að mæta hjólum. Á veturna fyllast umferðaeyjurnar af snjó og drullu sem ekki er hreinsuð. Það yrði mikil bragabót á málinu ef hægt væri að breyta göngunum þannig að hægt væri að fara um þau með barnavagna og á hjólum.

Auðvitað á að breyta þessum undirgöngum og gera þau notendavænni. Núverandi ástand gerir það að verkum að það notar þau nánast enginn.

Þessi undirgöng munu aldrei henta hjólreiðafólki. Í dag er gert ráð fyrir hjólandi umferð til suðurs til hliðar við bílaakreinina og inn á hjólastíginn sem liggur þarna til suðurs. Leiðin til norðurs fyrir hjólandi er skrítnari. Það er annað mál með gangandi og barnavagna. Þau þurfa að kljást við grindverk og vinkilbeygjur sem snjóruðningstæki ráða yfirleitt ekkert við, frekar en margir sem þurfa að fara leiðar sinnar þarna. Burt með grindurnar af öllum gatnamótum.

Ég tók eftir því að í Kaupmannhöfn voru oft bara settar rennur (hægt að hafa þær tvöfaldar fyrir vagna) þannig að hægt var að reiða hjólin niður svona tröppur, þetta hægir á manni en væri alla vega ódýr leið og gæti virkað þangað til að Miklabrautin verður sett í stokk ;)

Þessi göng verða sennilega aldrei fullkomin fyrir hjólreiðafólk, en það er ekkert stórmál að gera þessi göng þannig að hægt sé að hjóla í gegnum þau, bara sveigja og lengja rampana beggja vegna, og sleppa tröppunum. Mögulega þyrfti að dýpka þau eitthvað ef lofthæð er of lág, en ég held reyndar það sleppi ágætlega. Með þessum breytingum kæmu þau allavega fleirum að gagni en í dag. Þessar hjólareinar þarna sitthvorumegin við lönguhlíð eru svo í raun annað umræðuefni, en oft eru þær líka stíflaðar af snjó á miðjum gatnamótunum.

Pawel: ég er alveg sammála því, að það væri vel hægt að stilla þessi ljós þ.a. þau hennti betur fyrir gangandi/hjólandi. - Það þarf samt meira að koma til, umferðaeyjurnar eru alltaf fullar af snjó og ógeði yfir vetrartíman, og hjólareinarnar sem Páll talar um hafa, hingað til, ekki heldur verið hreinsaðar af snjó á veturna, þ.a. það er ekki hægt að hjóla þær með góðu móti (og mér sýnist hreinsunin vera vandkvæðum bundin líka). Það að nota undirgöngin getur verið ágætt, þó það hennti eflaust ekki öllum. Ég reyndar sé ekki marga ókosti við það, og mér liði mun betur með að senda börnin mín í undirgöng undir miklubraut, en um gangbrautirnar, því ég hef oft verið vitni að ökumönnum þar aka yfir á rauðu ljósi. Sú neðanjarðarstarfsemi sem ég hef orðið vitni að í þessum undirgöngum eru krakkagemlingar að "tagga" veggina þarna niðri... óæskileg já, en skaðar engan.

Lega ganganna er þannig að þau henta aðeins þeim hjólreiðamönnum sem eru að fara eftir Lönguhlíð vestanmegin í suðurátt, sömu leið og er í dag greiðfær eftir hjólarein. Lausnin sem er til staðar í dag er betri en það sem hér er stungið upp á. Umhverfið er þannig að langa rampa er ekki hægt að gera nema í vesturátt meðfram Miklubraut, amk. sunnanmegin. Þannig að hjólandi þyrftu að fara ansi hlykkjótta leið með fjórum 90 gráðu beygjum og tveim u-beygjum. Sjá myndir af aðstæðum

Þetta er góð hugmynd. Framkvæmdin er einföld og ódýr, og eykur verkulega öryggi hjólandi vegfarenda, þá ekki síst barna. Þar að auki eykur þetta einnig öryggi fólks með barnavagna.

Ég tel að það sé mjög til hagsbóta ef maður legur reiðhólaveg að minka brekkur og þanig einig að hjólreiðastígar sé sumstðar sér til þess að komast hraðar til dæmis um eiliána og brekkur við háaleitisbraut og miklabraut. Áfram Reykjavík.

Hér býr eflaust gott að baki en ég held að það sé of bílmiðuð hugsun að setja gangandi/hjólandi undir jörðu til að þeir trufli ekki bílanna. Þessi gatnamót eru ömurleg, fyrst og fremst vegna þess að ljósagangurinn er hannaður undir bíla. Maður þarf að bíða á miðeyjunni milli fasa svo heilagur vinstribeygjandinn þurfi ekki að kíkja eftir gangandi vegfarendum. Borgir sem frábært eru að labba um senda hjólafólkið sitt ekki undir jörð eða upp á brú eða í undirgöng að óþörfu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information