Gervigrasvöll við Klambratún

Gervigrasvöll við Klambratún

Endurnýja einstaklega lítið nýttan malarvöll á Klambratúni með því að koma fyrir á honum upphituðu, hágæðagervigrasi. Mikilvægt að gæðagúmmí sé notað sem litar ekki fatnað svartan til að hámarka notagildi fyrir almenning.

Points

Núverandi malarvöllur er á frábærum og skjólsælum stað til útivistar en er einstaklega lítið nýttur vegna úrelts undirlags. Íþróttafélög og skólar í nágreninu myndu nýta sér völlinn til kennslu og æfinga. Völlurinn myndi einnig lengja nýtingartíma almennings af Klambratúni til útivistar.

Þarna er algerlega ónýtt svæði. Með stóru gervigrassvæði opnast möguleikar á að nýta það allt í heild eða skipta upp í minni svæði fyrir ýmsar greinar ekki eingöngu boltagreinar. Þarna gætu verið brennómót - krossfit/bootcamp/frjálsíþróttaæfingar. Væri vert að athuga möguleika á einhverskonar færanlegum skilrúmum til að stækka/minnka svæði eftir þörfum hverju sinni. Möguleikarnir eru óþrjótandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information