Hraða gerð Sundabrautar eins og unnt er

Hraða gerð Sundabrautar eins og unnt er

Hraða gerð Sundabrautar eins og unnt er

Points

Lagning Sundabrautar er mjög aðkallandi verkefni til að unnt sé að dreifa þeim umferðarþunga sem daglega liggur til og frá miðborginni og efri byggðum. Með Sundabrautinni mun öryggi borgarbúa aukast til muna þar sem álag á Ártúnsbrekku og núverandi brú yfir Elliðaár minnkar til muna og auðveldlega verður hægt að beina umferð á aðra hvora leiðina ef alvarleg umferðaróhöpp verða.

En hvað með ferju? Frá t.d. Bryggjuhverfinu í Grafarvogi ( innanhverfisstrætó safnar farþegunum ) og niður að Miðbakka - tek það fram að ég veit ekkert um strauma eða sjólag, eða kostnað.

Einkabíllinn hefur verið í forgangi í skipulagi höfuðborgarinnar í rúmlega hálfa öld. Allar fjárfestingarnar í hraðbrautum og mislægum gatnamótum, sem hver á eftir annarri átti að létta á umferðarþunga, hafa á endanum bara aukið umferðarþungann, dreift byggðinni og neytt íbúana til að ferðast á einkabíl. Það er kominn tími til að beina fjárfestingum í aðra samgöngumáta. Aukin notkun strætó og hjóla getur líka leyst málið með því að draga úr bílaumferð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information