Endurnýja vegglistaverk á vesturhlið Grundarstígar 2

Endurnýja vegglistaverk á vesturhlið Grundarstígar 2

Á vesturhlið Grundarstígs 2, sem veit niður að gamla farsóttarheimilinu við Þingholtsstræti er vegglistaverk. Verkið er sjálfsmynd af Óskari Jónassyni sem var sett upp (skv. mínum bestu heimildum) á listahátíð 1995. Þannig er í pottinn búið að verkið er farið að riðga allverulega og virðist hætt við að það hrynji í roki. Ég legg til að fenginn verði listamaður til að gera nýtt verk á vegginn, hugsanlega tengt farsóttarheimilinu sem stendur þar við hliðina eða líkhúsgólfinu sem er undir veggnum.

Points

Verkið stendur á nokkrum járnpinnum sem eru farnir að riðga. Pinnarnir virðast ekki traustir en verkið stendur út af veggnum og tekur mikinn vind. Ég tel því líklegt að það losni og valdi skaða ef mikill norðan- eða sunnanvindur væri. Það er mikilvægt að borgin tryggi öryggi þeirra sem eiga leið hjá. Veggurinn sem verkið er á er stór og sést vel af Þingholtsstræti. Þar fyrir neðan er port sem væri hægt að gera fallegt. Það væri góð byrjun að gera það öruggan stað til að vera.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information