Vistgötu við Álfheimakjarnann

Vistgötu við Álfheimakjarnann

Í dag eru 2 gangbrautir á þessu svæði. Ein við Langholtsgötu og ein aðeins fyrir neðan Álfheimakjarnann. Fyrir íbúa sem koma úr Sólheimum og Goðheimum er mun styttra að labba beint yfir götuna heldur en að nota gangbrautina. Best væri að gera þetta svæði að forgangssvæði gangandi og efla þar með mannlíf.

Points

Það er þörf á að gefa gangandi aukinn rétt til að efla mannlíf og hvetja fólk til hreyfingar. Á þessu stutta svæði er heilmikil umferð allan daginn. Bæði börn sem eru að fara í skólann og eins fólk sem er að sækja þjónustu í Álfheimakjarnann. Fyrir flesta er þægilegast að ganga en þar sem bílarnir eru í algjörum forgangi á þessu svæði og fjöldi bílastæða yfirdrifinn aukast líkurnar á því að fólk keyri í stað þess að ganga. Því þarf að breyta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information