"Leggöng" undir Miklubraut við Kringluna.

"Leggöng" undir Miklubraut við Kringluna.

Undirgöng eru yfirleitt dimm, skítug, leiðinleg og jafnvel pínu hættuleg. Í hugmyndinni fælist að mála undirgöngin undir Miklubraut við Kringluna (á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar) í bleikum lit og skýra þau "Leggöngin". Hægt væri að fara í samráð við listafólk og götulistarmenn um að útfæra "Leggangagraff" í göngin. Einnig þyrfti að bæta lýsingu í og við göngin samhliða breytingum.

Points

Með því að mála þessi leiðinlegu og dimmu göng bleik verða þau skemmtilegri. Fyrirmyndir eru fyrir slíku verkefni en í Kópavogi er verið að "graffa" undirgöng og á Seltjarnarnesi eru ungir og aldraðir að graffa í sameiningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information