Undirgöng eru yfirleitt dimm, skítug, leiðinleg og jafnvel pínu hættuleg. Í hugmyndinni fælist að mála undirgöngin undir Miklubraut við Kringluna (á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar) í bleikum lit og skýra þau "Leggöngin". Hægt væri að fara í samráð við listafólk og götulistarmenn um að útfæra "Leggangagraff" í göngin. Einnig þyrfti að bæta lýsingu í og við göngin samhliða breytingum.
Með því að mála þessi leiðinlegu og dimmu göng bleik verða þau skemmtilegri. Fyrirmyndir eru fyrir slíku verkefni en í Kópavogi er verið að "graffa" undirgöng og á Seltjarnarnesi eru ungir og aldraðir að graffa í sameiningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation