Mála gangbrautir á Lönguhlíð og lækka umferðahraða

Mála gangbrautir á Lönguhlíð og lækka umferðahraða

Mála gangbrautir á Lönguhlíð og lækka umferðahraða

Points

Víða á Lönguhlíð, sunnan Miklubrautar, t.d. til móts við Sunnubúð, eru gangvegir, en þar vantar gangbrautamerkingar. Þarna sér maður oft fólk (gjarnan börn) bíða eftir að ökumenn bifreiða stöðvi til að hleypa þeim yfir, en þar sem allar merkingar vantar, telja ökumenn sig ekki þurfa að stöðva, og gera það því síður. Einungis tvær gangbrautir eru merktar, annarsvegar við hringtorgið, innst í hlíðunum, og hinsvegar við Miklubraut. Að óbreyttu stafar af þessu hætta fyrir börn og aðra vegfarendur.

Sammála að það þyrfti að lækka umferðarhraða, t.d. í 40 og láta ökumenn finna að það sé eðlilegt og sjálfsagt að íbúar geti gengið yfir götuna án þess að setja sig í stórhættu. Hraðahindrun / þrengingu t.d. milli Úthlíðar og Bólstaðarhlíðar (og jafnvel gera upphækkað hellulagt svæði sbr. svæðið sem gengið er yfir við Hörpu). Einnig ætti að þrengja götuna í 1 akrein í hvora átt og klára hjólastíga frá Miklubraut og norðurúr alveg niður í Borgartún...

Mér þætti best ef Lönguhlíð yrði breytt á sama hátt og Háaleitisbraut var breytt, þ.e.ökumönnum gert ómögulegt að keyra hana hratt.

Það ku víst vera hættulegra fyrir gangandi að hafa málaðar gangbrautir þar sem ökumenn eiga það til að gefa í þegar þeir sjá gangandi nálgast þannig gangbraut - væntanlega til þess að þurfa ekki að stoppa. Hraðahindranir er það eina sem dugar.

Eru ekki nokkurstaðar sem að fólkið á forgang í Reykjavík??? Þarna er Elliheimili öðrumegin við götuna. Eins og málum er háttað í dag er ófært fyrir íbúa elliheimilisins yfir götununa nema þeir hressustu sem eru það frair á fæti að komst lifandi yfir á gönguljósum . Svo ekki sé minnst á börnin úr Hlíðnum sem að langar að nýta sér Miklatúnið.

Norðan megin við Miklabraut er keyrt enn hraðar og þar eru engar öruggar gönguleiðir yfir Lönguhlíðina yfir á túnið fyrir barnafólk sem býr t.d. í Bólstaðarhlíðinni. Lönguhlíðin er 4ra akgreina á þessum kafla og stórhættuleg. Gönguljósin við Miklabraut loga um leið og græna bílaljósið. Ég hef lent í því að reiða hjól yfir götuna á ljósunum með syni mínum þegar bíll kemur akandi í vesturátt á Miklabraut og beygir á grænuljósi til hægri norður Lönguhlíð. Bíllinn lennti á framdekki sonar míns.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information