Fegra Vesturgötu áfram vestur úr

Fegra Vesturgötu áfram vestur úr

Fegra Vesturgötu áfram vestur úr

Points

Borgin hefur nú þegar fegrað og breytt Vesturgötu í Kvosinni. Það hefur tekist mjög vel. Það væri vel að halda því áfram vestur úr. Vestast við götuna er tvístefna og alls ekki farið eftir hámarkhraða 30 km. Vesturgatan er ein af elstu götum bæjarins. Þar eru mörg gömul hús af ýmsum byggingargerðum. Sum þeirra hafa verið friðuð. Það væri frábært að sjá Vesturgötuna með breiðari stéttum við götuhúsin og ekki spillti gróður fyrir. Þessum gömlu húsum ber að sýna þann sóma sem þeim ber.

Vesturgatan er fjölfarin leið fyrir hjólafólk og mikið vantar upp á að aðstaða til þess sæmi leiðinni. Ég mæli með því að samhliða því að þrengja að bílum þá verði stofnuð þjóðleið gangandi og hjólandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information