Ruslatunnur við strætóskýli

Ruslatunnur við strætóskýli

Almennilegar ruslatunnur við öll strætóskýli borgarinnar, jafnvel við allar stoppistöðvar. Með almennilegum ruslatunnum er átt við þær sem ekki er hægt að sparka botninum úr.

Points

Mikill skortur er á ruslatunnum við strætóskýli í borginni. Augljóst ummerki eru um að þörfin fyrir þær sé til staðar, en við flestar strætóstoppistöðvar má sjá allskyns rusl, matar- og drykkjarumbúðir, tyggjóklessur og sígarettustubba. Herferðin "ekki vera subba, enga stubba" hefur ekki borið árangur, og ég tel að árangursríkara væri að hafa ruslatunnur til staðar við öll strætóskýli, til að draga úr þeim úrgangi sem og öðrum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information