Nýta skattpeninga betur

Nýta skattpeninga betur

Ég legg til að fjármunum sem ætlaðir eru í verkefnið ,,Hverfið mitt" verði varið í aðra málaflokka, s.s. skólastarf og þjónustu við eldri borgara, þar sem þeirra er raunverulega þörf. Ef leikskólabörn og eldri borgarar yrðu spurðir myndu þeir líklega velja að fá sæmandi grunnþjónustu í stað Parísarhjóls fyrir ferðamenn.

Points

Útsvari á að verja til þess að standa undir grunnþjónustu við borgarbúa.

Viðhald utanhúss er hluti af grunnþjónustu. Útsvar á að standa undir báðum verkefnunum ásamt öllu öðru sem lýtur að rekstri borgarinnar t.d. að skipta um ljósaperur í ljósastaurum, styrkja þá sem þess þurfa, húsnæðismál og allt annað

Má vel styðja þetta einkum þar sem mikið er hér af verkefnum, sem heyra undir eðlilegan rekstur borgar, jafnvel viðhaldsmál

Sem hvorki foreldri né eldri borgari finns mér fullkomlega í lagi að eitthvað af útsvarinu sem ég greiði fari í hluti og framkvæmdir sem nýtast fjölbreyttari hóp en þessum tveimur sem taldir eru upp í þessari tillögu. Þar er líka hluti grunnþjónustu að bjóða uppá borg sem er aðlaðandi og skemmtileg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information