GERUM HREINT FYRIR OKKAR DYRUM!

GERUM HREINT FYRIR OKKAR DYRUM!

Þrífa borgina betur - Gera ALLA ábyrga fyrir betri borg. Átak sem nái jafnt til íbúa sem fyrirtækja, að það sé á ábyrgð - og ætti að vera ástríða hvers og eins - að hirða rusl í sínu nærumhverfi.😀 Almennt átak undir slagorðinu: GERUM HREINT FYRIR OKKAR DYRUM!

Points

Við borgarbúar þurfum að vera meðvitaðri um nærumhverfi okkar og taka ábyrgð á umgengni. Fullorðnir verða einnig að vera fyrirmyndir barna og þetta átak er kjörið tækifæri til að efla meðvitund okkar á hreinni og grænni borg. Allir þurfa að taka höndum saman.

Það er nokkuð erfiðara að fá fólk til að gera hreint úti fyrir ef borgin stendur sig ekki og finnst nóg að þrífa götur 3svar til 4 sinnum á ári. Þeir salta göturnar stundum daglega og oft á dag en sjá ekki að til þess að lyfta borgarbragnum þarf hún að vera hrein. Þetta eru ekki bein mótrök en svona að hálfu.

Frábær hugmynd

Margt smátt gerir eitt stórt. Við vinnufélagarnir fáum okkur oft 10-15 mín hádegisgöngu og tínum rusl i nágrenninu í leiðinni.

Gef borginni hér með slagorðið: GERUM HREINT FYRIR OKKAR DYRUM! Undir þessu slagorði má hvetja íbúa og fyrirtæki á svæðinu til að hirða um sitt nánasta umhverfi. Í raun ætti að skylda fyrirtæki, eins og t.d. verslanir, að hirða rusl og gæta þrifnaðar á stéttum fyrir framan húsnæði sitt. Það er t.d. ótrúlegt drasl við Bónus á Hallveigarstíg. Þetta eru oftast umbúðir sem hafa fylgt vörum verslunarinnar og Bónus ætti að sjá sóma sinn í að þrífa upp. svo eitt dæmi sé nefnt af fjölda mörgum.

Er einhver áætlun? Hvar er hægt að sjá hana? Slagorð mun áorka litlu ef engin eftirfylgni er með verkefninu. Ég vona líka að íbúar verði ekki skyldaðir til að hreinsa til við heimili sín, enda er umfang rusls þar oft óviðráðanlegt og engan veginn á ábyrgð íbúa hússins (smbr. miðbærinn). Hver ættu líka að vera skyldug til að hreinsa, húseigendur? Varla leigjendur?

Ekki mótrök, heldur svar til Emblu Orradóttur Dofradóttur: Á þessum vef er almenningur að koma með hugmyndir að því sem hægt er að gera til að gera góða borg betri. Því er ekki nein áætlun (eins og þú kallar eftir) til. Þetta er sem sagt ábending um hvatningarátak. Hér er ekki verið að krefjast að fólk taki til hendinni og ef það hlíðir ekki verði því refsað :) Þetta er bara spurning um að fólk hafi áhuga á sínu nærumhverfi og hugsi til þess á fallegan hátt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information