Hofsvallagata: Minni hraði, hjólastígar, gróður.

Hofsvallagata: Minni hraði, hjólastígar, gróður.

Hofsvallagata: Minni hraði, hjólastígar, gróður.

Points

Ég styð þessa tillögu heilshugar það þarf að hægja á umferð við götur sem þessa og engin ástæða til að aka eins og brjálæðingar. Það er alveg nóg að hafa Hringbrautina til þess, einnig mætti hægja á umferð við Birkimel þar sem ég bý og vinn þetta eru engar hraðbrautir þó sumir haldi það. Sigrún

Það er mikilvægt að breyta Hofsvallagötu, þannig að umferðin verði hægari, gatan verði öruggari og fólki líði betur á og við götuna. Bílar aka mjög hratt um þessa götu, sem þó sker bæði skóla og frístundahverfi. Tvö gönguljós eru á götunni, en á hverjum degi hlaupa krakkar yfir fjarri ljósunum. Við getum öll nýtt þessa götu saman, en til þess þurfa bílarnir að hægja á sér. Það gerum við best með nýrri hönnun, þar sem gróður, hjólastígar og falleg 'samrými' spila saman.

Ég bjó eitt sitt á horni Hagamels og Hofsvallagötu og sendi bréf til borgarinnar um þrengingar á götunni. Tillögunni var hafnað, en nú eru fleiri nógu víðsýnir til að sjá fyrir sér þrengri götu fyrir bifreiðar!

Sammála, Hofsvallagatan er alltof breið og bílar eru jafnvel að taka frammúr til þess að komast fyrr niður að næstu ljósum. Það er erfitt fyrir fólk að komast yfir Hofsvallagötuna og það er ekki gott að hjóla þar nema á gangstéttunum, Legg til að við leggjum áherslu á þessar humyndir með því að þrengja götuna einn dag í desember og halda jólamarkað.

Góð hugmynd Njörður!

Ljósin á Hagamel / Hovsvallagötu eru líka eitthvða ruglingslega fyrir suma því það vill brenna við að bílar sem eru að begja stoppi því það er rautt á eftir að þeir begja þar sem ljósin eru svo langt frá gatnarmótunum eða lengra en á öðrum ljósum.

Það var haldinn fundur um Hofsvallagötuna í gær (fimmtudag) og hér er fréttatilkynning um þann fund: Vilja borgargötu í stað hraðbrautar Fjölmennur íbúafundur var haldinn á vegum Hverfisráðs Vesturbæjar í gærkvöldi til að ræða eina götu í hverfinu, Hofsvallagötu. Fundarmenn voru einhuga um að bílaumferðin á götunni væri of hröð, ógnaði öryggi gangandi vegfarenda og gerði götuna óvistlegri sem almenningsrými. Gatan sker í sundur skóla- og tómstundahverfi og rýrir að mati margra fundarmanna lífsgæðin í hverfinu. Hverfisráð Vesturbæjar blés til þessa fundar til að virkja íbúanna til samráðs um það hvernig best væri að breyta götunni, en Jón Gnarr borgarstjóri hefur heitið peningum til framkvæmdanna. Tæplega 100 manns mættu til fundarins og skiptust á skoðunum um hönnun, borgarrými, vistgötur og hraðbrautir. Að loknum fundinum var Hverfisráðinu falið að ræða við hagsmunaaðila í hverfinu, svo sem skóla, íþróttafélög, þjónustustofnanir og fyrirtæki, og að því búnu útbúa forsögn að nýrri hönnun. Annar íbúafundur verður haldinn að loknu samráðsferlinu, þar sem forsögnin verður borin undir íbúa. Samráðsferlið er hið fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík, þar sem segja má að íbúar hverfisins hanni sjálfir eina megingötu þess. Gísli Marteinn Baldursson formaður Hverfisráðs Vesturbæjar var mjög ánægður með fundinn: „Þegar um hundrað manns mæta á fund til að ræða um hönnun og fallegt borgarumhverfi, og allar ábendingar eru jákvæðar og uppbyggilegar, þá er ekki annað hægt en að vera ánægður með upphafið að þessu merkilega samráði. Fulltrúar úr öðrum hverfum hafa þegar sett sig í samband við mig og vilja fá uppskriftina að þessu íbúasamráði, því það eru 'Hofsvallagötur' víða í borginni,“ segir Gísli Marteinn.

Hvenrig var þessi fundur boðaður - man ekki eftir að hafa séð hann auglýstan - var t.d. sendur póstur frá Melaskóla til foreldra? Getur vel verið að þetta hafi bara farið fram hjá mér. Vil endilega koma á næsta fund.

Sammála að Hofsvallagatan býður upp á skemmtilega möguleika þar sem hún er mjög breið og því nóg pláss til að gera hana skemmtilegri og öruggari. Tengt þessu mætti nýta háskólabyggingarnar við Hofsvallagötu til að styðja við þessa "miðju" vesturbæjarins, t.d. reyna að fá þangað tannlækna, hárgreiðslustofur og jafnvel kaffihús, a.m.k. á jarðhæðina. Einnig hægt að gera meira úr garðinum kringum vesturbæjarlaugina, gera þar tennisvöll, púttvöll eða langþráðan sparkvöll.

Tek heilshugar undir með Baldri og Gísla. Ég bý við Hofsvallagötu, rétt við Melabúð. Hér er það mikill hraði að gatan er beinlínis hættuleg. Auk þess er tilvalið að styrkja það góða mannlíf sem er í kringum Melabúð og Vesturbæjarlaug með aðgerðum eins og að minnka hraða og setja upp hjólreiðastíga en slíkt hvetur fólk til að leggja bílnum og færir fólk nær hvert öðru. Hjólreiðastígur virkar sem tenging við stíginn við Ægissíðu og ef hann nær niður Ægisgötu líka þá er kominn hringur um borgina.

Einfaldast að setja hraðamyndavélar þarna og víðar um borgina. Borgarstarfsmenn (Bílastæðasjóður) ætti að sjá um viðhald og innheimtu gjalda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information