Strætóskýli við Straum - aðstaða fyrir gangandi vegfarendur

Strætóskýli við Straum - aðstaða fyrir gangandi vegfarendur

Við Straum - við Birtingakvísl á Ártúnsholti eru stoppustöðvar Strætó. Þar eru aðeins staurar, en ekki skýli. Staurarnir standa á grasbölum, sem breytast í drullumall, þegar rignir. Einnig er ekki gert ráð fyrir að farþegar sem fara úr Strætó í Ártúni og ætla í Birtingakvísl komist þangað beint. Annaðhvort þurfa þeir að fara í Bleikjukvísl og þaðan niðureftir, eða ganga í átt að Álakvísl og síðan uppeftir. Ef gengið væri frá stoppustöðvunum væri hægt að tengja þær við gangstíg sunnan við Straum

Points

Eykur ánægju notenda Strætó að komast lifandi í vagninn. Eykur ánægju íbúa og komast lifandi milli Strætó og heimilis.

Biðstöðin sunnan við Straum hefur verið skautasvell undanfarnar vikur. Búið er að setja staur austar, norðan við götuna, en þeir sem bíða sunnan megin mega híma á svellinu. Ekki hefur verið svo mikið sem stráð sandi á svellið. Ekkert skjól fyrir þá sem bíða, hvorugu megin við götuna. Það er ekkert skjól í flottu nýju stætóskýlunum - blæs uppundir þá sem bíða. Hafa starfsmenn Strætó prófað að nota þessi skýli?

Starfsfólk Strætó hafði áttað sig á þessu og fékk Umbótahópur fyrirtæksins þetta samþykkt á fundi nýlega. Biðstöðin verður færð um 50 metra til austurs mjög fljótlega, aðeins er beðið eftir betri aðstæðum varðandi klaka og frost í jörðu. Eftir tilfærslu verður biðstöðin með beina tengingu við göngustíginn að biðstöðinni Ártúni. Með kveðju frá Strætó

Aðkoma fótgangandi að biðstöðvunum er í raun hættuleg. T.d. farþegi sem kemur með leið 15 (á austurleið) fer úr í Ártúni til að ná leið 24 þarf að fara niður bratta grasivaxna brekku og yfir bílastæði fyrir vörubíla. Undanfarið hefur þessi brekka verið einn klakabunki. Lausnin er að færa biðstöðvarnar við Straum austar um c.a. 50 m að göngustígnum sem liggur frá Ártúni í stefnu á Bleikjukvísl. Sá staður hefur í raun verið notaður til að hleypa fólki út af sumum bílstjórum, Mun öruggari staður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information