Carpooling verði ekki hallærislegt

Carpooling verði ekki hallærislegt

Carpooling verði ekki hallærislegt

Points

Þegar ég sit í strætó á morgnana á leið upp í háskóla horfi ég oft út um gluggann og í langflestum tilvikum sé ég bíla sem aðeins ein manneskja situr í og keyrir. Reykvíkingar eru hreinlega of fáir á alltof mörgum bílum. Finnst að borgin ætti að ýta undir þessa aðferð, t.d. með stofnun heimasíðu (sjá tengil). Þá myndu einstaklingar fara saman á bíl til vinnu og heim aftur. Bensín sparast og stæðum fjölgar. Þessi aðferð er víðsvegar notuð en einhverra hluta vegna þykir ekki góð hér á landi.

síðan skutl virðist vera bara fyrir nema

Hún er ætluð fyrir nema, en virðist öllum opin.

Vefsíðan gæti verið með undirsíður fyrir framhaldsskólana, svo auðvelt væri fyrir framhaldsskólanema að vinna "varanlegt far", sumsé einhvern sem býr á svipuðum stað og á alltaf að mæta á sama tíma á þriðjudagsmorgnum, etc.

Það er til síða: www.skutl.is þar sem fólk getur skráð sig inn og óskað eftir skutli og/eða boðið upp á skutl. Þessi síða er í umsjá Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Hér í Bandaríkjunum eru sérstakar akreinar sem aðeins þeir bílar mega nota sem tveir eða fleiri sitja í. Ég veit ekki hvort þessu mætti koma að í Reykjavík en það væri umhugunarvert að gera slíkt umbunarkerfi fyrir carpooling.

einnig væri skemtilegt að sjá ákveðin merkt bílastæðasvæði þar sem fólk t.d á sama vinnustað eða sama nágreni hittist og fari saman í vinnuna, skiptist á. svæðið gæti verið vaktað. Rafmagnshleðslur fyrir okkar framtíðar rafmagnsbíla verði sett niður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information