Lífvænleg Snorrabraut!

Lífvænleg Snorrabraut!

Lífvænleg Snorrabraut!

Points

Í dag er Snorrabrautin eins og óskilgetið barn hraðbrautar og beinlínis lífshættuleg gangandi vegfarendum. Ástandið er óviðunandi sérstaklega vegna nálægðar við Norðurmýrina. Það þarf að upphugsa götuna alveg upp á nýtt. Í dag er ástandið þannig að það eru engar hraðahindranir, engin skilti sem gefa til kynna hámarkshraða ofl. í þeim dúr. Umferðaljósin 4 á stuttum kafla hægja ekki á hraðanum nema síður sé, gönguljósin eru enn of stutt! Það þarf að fækka akreinum, gera hjólastíga. Lífvænlegra!

Ég og starfsfélagar vorum að fara yfir Snorrabrautina í dag, við Austurbæ. Jeppa var keyrt á fleygiferð yfir gangbrautin á móti rauðu ljósi og næstum yfir okkur. Hún var eflaust að drífa sig í mat á Laugaveginum, enda náði hún græna beygjuljósinu.

Það var gerð tilraun fyrir nokkrum árum með að þrengja Skeiðarvog í eina akrein í hvora átt tímabundið. Þegar tímabundin þrenging sýndi sig að geta gengið var gatan þrengd varanlega. Við höfum mjög góða reynslu af þessu við Skeiðarvoginn og ég get vel séð fyrir mér að sama gæti átt við um Snorrabrautina. Breytt götumynd sem þrenging býður upp á skapar mannvænlegra umhverfi og gatan fær ekki að kljúfa hverfið áfram eins og áður.

Lækjargata og Skólabrú = ekki lífvænleg.

Það ætti að hafa eina akbraut í hvora átt á Snorrabraut og breyta henni, t.d. með Lönguhlíð sem fyrirmynd og planta trjám á eyju á milli akreina.

Snorrabraut er hættuleg hraðbraut í borginni. Það deyja ekki margir gangandi vegfarendur í umferðinni í Reykjavík en á Snorrabrautinni hafa amk. 2 látist. Öryggi þarf að bæta strax! Mörg börn þurfa að fara yfir hana á leið til skóla á hverjum degi. Gönguljósin þar loga of stutt fyrir fullorðna manneskju að komast yfir hvað þá barn. Hún slítur í sundur hverfi þar sem margir búa sem kjósa að fara gangandi ferða sinna. Það þarf að gera hana að 2 akreina götu, minnka hámarkshraða, fjölga hraðahindrunum og setja jafnvel göngubrýr yfir hana á amk. 3 stöðum. Það þarf að hefja aðgerðir strax!

Ég fer daglega yfir Snorrabraut við Laugaveg og fer yfirleitt sunnan megin yfir á ljósum. Ljósin þar virka þannig að 1-2 sekúndum eftir að grænt gönguljós kemur er einnig grænt ljós fyrir þá sem keyra niður Laugarveginn, annað hvort beint eða beygja suður Snorrabrautina. Ef farið er í áttina að Hlemmi er stundum möguleiki að komast yfir án þess að bílar stoppi og jafnvel flauti á mann, en ekki hina leiðina. Auðveldast og öruggast er að fara yfir á rauðu gönguljósi þegar umferð er lítil.

Ég horfði á 30 bíla keyra framhjá syni mínum á gatnamótum Flókagötu og Gunnarsbrautar, þar er engin sebrabraut og engin hraðahindrum, einungis niðurlækkuð gangstétt (sem ég veit ekki alveg hvað þýðir) og mér varð nóg um. Það þarf að aðlaga Snorrabrautina að þeirri þéttu byggð sem umlykur hana og setja hraðahindranir á Rauðarárstíg, Flókagötu og Gunnarsbraut og stöðvunarskylti á öll horn.

Það ætti að skoða aðgerðir strax, ekki biða eftir nýju skipulagi, sem er í vinnslu í borgarkerfinu. Í sumar voru ymis verkefni í gangi í miðborginni sem voru undir hatti sem kallaðist torg í biðstöðu. Ódyrar aðgerðir sem gerðu einmitt torgin lífvænlegri. Breytingar sem auðvelt var að snúa við. Að stilla gangbrautarljósin þannig að logi lengur ætti að vera nokkuð auðvelt. Þá mætti taka af nokkur bílastæði þar sem bílar birgja mönnum sýn við gangbrautum. Mögulega mála hjólareinar, hraðamælaskilti

Fer þarna yfir oft í viku og lendi nær alltaf í því að bílar fari á rauðu yfir gönguljósin við Austurbæjarbíó, það þarf að ná hraðanum þarna niður til að minnka slysahættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information