Balbika alla göngustíga á Klambratúni

Balbika alla göngustíga á Klambratúni

Points

Já þetta er mjög góð hugmynd:)

Malbik er ekki eina leiðin, það væri líka hægt að vera með upplifra malarstíga þannig að vatn renni af þeim í ræsi t.d. við hliðina þeim í staðin fyrir að stígurinn sjálfur breytist í ræsi. Balbikaðir göngustígar eiga það líka til að breytast í ræsi ef ekki er hugsað rétt um aðfallið og hæðarmun

Nokkrir stígar eru enn möl en undir er mold og þessháttar jarðvegur. Þegar rignir þá myndast pollar og drulla. Þegar frost fer úr jörðu þá verða þessir göngustígar for og þá þarf að labba kringum túnið eða vera í fjallaskóm eða vaðstígvélum. Nokkrar strætóleiðir eru við Miklubraut og því skiptir máli að geta notað göngustígana. Það skiptir líka máli að geta notið þess að labba í gegnum grænt svæði. Vel getur verið að annað efni en balbil geti losað okkur við forina og þá er það gott.

Það væri sjálfsagt fallegra að helluleggja. Malbik er þó betra en möl. Ég styð þessa hugmynd þar sem ég hef oft lent í vandræðum með hjól og kerrur í mölinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information