Dagsetur fyrir heimilislausa

Dagsetur fyrir heimilislausa

Það vantar tilfinnanlega dagsetur miðsvæðis í Reykjavík. Þar gætu heimilislausir, einstæðingar og útigangsmenn\konur átt skjól, farið í sturtu, lagt sig, fengið þvegið af sér og jafnvel notið máltíðar í hlýju og notalegu húsnæði.

Points

Hjálpræðisherinn rak dagsetur til skamms tíma á Eyjaslóð en missti húsnæðið. Það sýndi sig fljótt að þetta úrræði var nauðsynlegt og mikið notað af útigangsfólki og fl..

Mér finnst varla að þurfi rökstunings til. Að hlúa vel að þeim sem minna mega sín ætti að vera sjálfsagt og í raun forgangsverkefni hverju samfélagi. Styð heilshugar tillögu að dagsetri fyrir heimilislausa og jaðarsetta.

dagsetur kemur í veg fyrir ástand sem ríkir við lindargötu. það þarf ekki að hugsa málið lengur.

Það eru sjálfsögð mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið og ef fólk á ekki heimili þá þarf að vera til staður þar sem þau geta fengið að koma og fengið að borða og jafnvel haft eitthvað fyrir stafni.

Fólk sem getur sofið í Gistiskýlinu er vegalaust á daginn, sama þó það sé jafnvel með brot á fæti og á hækjum. Sama hvernig veður er- útþarf það. Ekki boðlegt í okkar samfélagi.

Algjörlega sammála. Óviðunandi ástand eins og staðan er í dag. Ekkert úrræði hefur komið í stað Dagsetursins sem lokaði fyrir allt of löngu. Vantar tilfinnanlega einhvern stað þar sem jaðarsettir og einstaklingar sem eru á götunni geta leitað á yfir daginn og ætti sá staður að bjóða upp á lágmarks heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi úrræði.

„Það vantar tilfinnanlega dagsetur miðsvæðis í Reykjavík. Þar gætu heimilislausir, einstæðingar og útigangsmenn\konur átt skjól, farið í sturtu, lagt sig, fengið þvegið af sér og jafnvel notið máltíðar í hlýju og notalegu húsnæði.“(Fyrirsögn hér að ofan) Mannréttindi!!!

Þađ er í raun skammarlegt ađ ekki hafi veriđ komiđ upp nýju Dagsetri fyrir heimilislausa þegar Hjálpræđisherinn missti húsnæđiđ sem Dagsetrid var í á sínum tíma. Ég styđ heils hugar nýtt Dagsetur fyrir heimilislausa.

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er mikilvægt að stuðla að jákvæðu viðhorfi samfélagsins gagnvart jaðarsettum hópum og draga úr fórdómum í garð þeirra. Neikvæð viðhorf og aðgerðarleysi hafa viðtæk áhrif, viðheldur/eykur vandann og dregur úr líkum á að einstaklingar í þessum hóp geti öðlast bætt lífsgæði. Það er sorglegt að horfa upp á úrræðaleysi samfélagsins hvað varðar sjálfsagða þjónustu við jaðarsetta hópa.

Á Íslandi er fjöldi fólks af báðum kynjum félagslega illa stödd, heimilislaus og glíma við þrálátan fíknivanda. Styð því heilshugar hugmyndir um Dagsetur yfir daginn og tel mikilvægt að það sé starfrækt samkvæmt skaðaminnkandi hugmyndafræði.

Ég tel að heimilislausir þurfi athvarf yfir daginn þegar gistiskýlin loka. Þeir sem eiga ekki heimili þurfa athvarf og mér finnst að samfélagið eigi að hjálpa þessu fólki.

Við lokun Dagseturs hjálpræðishersins varð mikil afturför í þjónustu við jaðarsetta hópa. Líklegt er að lífsgæði og heilsufar einstaklinga í jaðarhópum hafi versna til muna við þá lokun. Því tel ég afar mikilvægt að opna slíka þjónustu á nýjan leik. Sú þjónusta þyrfti að byggja á skaðaminnkandi hugmyndafræði og gæti orðið miðstöð þjónustu fyrir jaðarsetta hópa.

Svona úrræði á að vera sjálfsagt

Hjálpræðisherinn sokti um styrk til að koma á stað súpu strætó sem væri skjól og matur fyrir heimilislausa og utangarðs fólk með skaða minnkandi hugsun í huga en fékk neitun þar sem áherslurnar eru annarstaðar. 😢

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information